Starf deildastjóra í barnavernd laust til umsóknar

Starf deildastjóra í barnavernd laust til umsóknar

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf deildastjóra í barnavernd. Um er að ræða 80 % starfshlutfall til eins árs með möguleika á framlengingu. Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri. Félagsþjónusta Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu er byggðasamlag sem annast félagsþjónustu fyrir 5 sveitarfélög Ásahrepp, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Skrifstofur félagsþjónustunnar eru staðsettar á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b.  5.300 manns. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.

 

Helstu verkefni:

 • Stjórnunar og forystuhlutverk í barnavernd
 • Vinnsla barnaverndarmála, samskipti og samvinna við börn og foreldra
 • Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu barnaverndarmála
 • Virk þátttaka í mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðunar á reglum í málaflokknum
 • Stýra vikulegum fundum barnaverndar og undirbúningur mála
 • Skýrslugerð, skráningar og greinagerðir
 • Áætlanagerð barnaverndar
 • Forvarnastarf
 • kynning á barnavernd í skólum og öðrum stofnunum

 

Menntunar og hæfnikröfur:

 • Starfsréttindi félagsráðgjafa
 • Starfsreynsla og þekking á sviðinu æskileg
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
 • Reynsla af stjórnun er kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð yfirsýn, vandvirkni og góð vinnubrögð
 • Góð tölvukunnátta
 • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Umsóknum skal skilað til Svövu Davíðsdóttur, félagsmálastjóra í tölvupósti á svava@felagsmal.is með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Bæði karlar og konur eru hvattar til að sækja um starfið. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar veitir Svava Davíðsdóttir félagsmálastjóri í síma 487-8125 eða á netfangið svava@felagsmal.is

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, auglýsir stöðu Félagsmálastjóra lausa til umsóknar

Félagsmálastjóri hefur umsjón með framkvæmd stefnumörkunar sem heyra undir hans málaflokk. Eftirtaldir málaflokkar heyra undir Félagsmálastjóra; félagsleg ráðgjöf, félagsleg heimaþjónusta, Þjónustu við fatlað fólk, þjónustu við aldraðra, fjárhagsaðstoð, málefni barna og ungmenna, húsnæðismál auk tilfallandi verkefna sem falla undir hans fagsviðs. Eftirlit með gerð samninga, laga og reglugerða um félagsþjónustu. Hann situr í byggðasamlagi Bergrisa um málefni fatlaðs fólks. Hefur umsjón með barnaverndarmálum samkvæmt barnaverndarlögum 80/2002. Einnig sinnir félagsmálastjóri teymisvinnu og starfar með mismunand fagstéttum innan sem utan þjónustusvæðis. Félagsmálastjóri ber ábyrgð á rekstri Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf á sviði félagsráðgjafar og meistarapróf til starfsréttinda í félagsráðgjöf
 • Reynsla af stjórnun úr sambærilegu umhverfi æskileg
 • Reynsla og þekking af starfsemi félagsþjónustu sveitarfélaga
 • Þekking á svæði félagsþjónustunnar er mikill kostur
 • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu og skipulagshæfileika
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

 

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu er byggðasamlag 5 sveitarfélaga og annast félagsþjónustu fyrir Ásahrepp, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp en þar búa samtals um 5.300 íbúar. Skrifstofa félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Hjá félagsþjónustunni starfar öflug liðsheild sérfræðinga. Starfsmenn stofnunarinnar eiga í nánu og góðu samstarfi við Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu með heildarhagsmuni þjónustuþega að leiðarljósi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.

Leitað er að einstakling sem hefur brennandi áhuga á að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun í félagsþjónustu á svæðinu. Starfið krefst ferðalaga og því þarf félagsmálastjóri að hafa bílpróf.

Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lilja Einarsdóttir formaður stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu bs. á netfangið lilja@hvolsvollur.is Umsóknum skal skila á sama netfang og með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Spennandi hlutastörf

Spennandi hlutastörf

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellsýslu leitar að einstaklingi/um á aldrinum 18-25 ára til þess að sinna félagslegri liðveislu fyrir börn/unglinga.

Félagsleg liðveisla er persónulegur stuðningur og aðstoð meðal annars til að aðstoða einstakling við að taka þátt í menningar- og félagslífi, sækja menningar- og íþróttaviðburði, fara í sund, spjalla saman, taka þátt í félagsstarfi – allt eftir áhugasviði hvers og eins.

Um er að ræða tímavinnu og er vinnutími samkomulagsatriði. Starfið er tilvalið með námi eða sem aukavinna. Starfið hentar bæði körlum og konum 18 ára eða eldri.

Nánari upplýsingar veitir Dögg Þrastardóttir í síma 487 8125 eða á netfangið dogg@felagsmal.is.

Starf við félagslega liðveislu

Starf við félagslega liðveislu

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf frá 26 maí til 15 júlí til að veita barni með fötlun félagslega liðveislu. Um er að ræða persónulegan stuðning og aðstoð til að taka þátt í menningar- og félagslífi og/eða til að  sinna atvinnu. Um er að ræða fjölbreytt, lærdómsríkt og skemmtilegt starf.

Karlar og konur 18 ára eða eldri eru hvött til að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar veitir Dögg Þrastardóttir, félagsráðgjafi í síma 487-8125 eða á dogg@felagsmal.is.

Starfsmannamál

Starfsmannamál

1. Svava Davíðsdóttir félagsráðgjafi/félagsmálastjóri í fullu starfi,
2. Annette Mønster ráðgjafi í 50% starfi; sinnir  fjárhagsaðstoð og húsnæðismálum.
3. Gunnsteinn Sigurðsson þroskaþjálfi í 60% starfi; sinnir málaflokki fatlaðs fólks.
4. Aðalheiður Steinadóttir deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu í 60% starfi.
5.Inga Jara Jónsdóttir ráðgjafi í 90% starfi í barnavernd.