Auglýsing um starf þroskaþjálfa og/eða félagsráðgjafa í málaflokk fatlaðs fólks

Auglýsing um starf þroskaþjálfa og/eða félagsráðgjafa í málaflokk fatlaðs fólks

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf þroskaþjálfa og/eða félagsráðgjafa í málaflokk fatlaðs fólks. Um er að ræða 50 – 100 % starfshlutfall. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri Félags- og Skólaþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu sem annast félags- og Skólaþjónustu sveitarfélaganna í Ásahreppi, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Skrifstofa félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b.  5.300 manns. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og þroskaþjálfafélags Íslands,  Félagsráðgjafafélags Íslands eða annara félaga sem við eiga.

 

Helstu verkefni:

 • Umsjón og eftirlit með þjónustu sveitarfélagana við fötluð börn
 • Sinnir ráðgjöf ásamt fræðslu, leiðsögn og stuðningi við þjónustunotendur og starfsmenn
 • Hefur yfirlit yfir þjónustuþega og þá þjónustu sem veitt er og vinnur þjónustumat í samstarfi við aðra sérfræðinga
 • Umsjón með SIS mati, samþættingu þjónustu, umönnunargreiðslum, þjónustu stuðningsfjölskyldna og þeirrar stoðþjónustu sem við á
 • Tengiliður við greiningarstofnanir og aðra þjónustuaðila fatlaðs fólks
 • Virk þátttaka í mótun verkferla
 • Virk þátttaka í endurskoðun reglna

 

Menntunar og hæfnikröfur:

 • Starfsréttindi sem þroskaþjálfi eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður
 • Þekking á málaflokknum, lögum og reglugerðum æskileg
 • Góð tölvukunnátta
 • Góð íslenskukunátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti

 

Launakjör eru samkvæmt samningum sambands íslenskra sveitarfélaga við þroskaþjálfafélag  Íslands eða annara félaga.

Til greina kemur að ráða einstakling með aðra menntun sem nýtist í starfi ef engin þroskaþjálfi/félagsráðgjafi sækir um.

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2022. Umsóknum skal skilað til Svövu Davíðsdóttur, framkvæmdastjóra félags- og skólaþjónustu í tölvupósti á svava@felagsmal.is með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Svava Davíðsdóttir í síma 487-8125 eða á netfangið svava@felagsmal.is

Auglýsing um starf framkvæmdastjóra Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Auglýsing um starf framkvæmdastjóra Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

 

Framkvæmdastjóri Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir stöðu framkvæmdastjóra byggðasamlagsins lausa til umsóknar. Gerð er krafa um framhaldsmenntun og starfsréttindi í félagsráðgjöf. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun í opinberri stjórnsýslu og hafi þekkingu á viðeigandi lagaumhverfi. Gerð er krafa um reynslu og þekkingu á rekstri og mjög góða færni í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til 21. október 2022 og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá, prófskírteini, starfsleyfi og sakavottorð og skulu þær sendar formanni stjórnar byggðasamlagsins í tölvupósti á sveitarstjori@vik.is eða á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17 Vík.

Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar Einar Freyr Elínarson í síma 8231320 eða í tölvupósti sveitarstjori@vik.is

Auglýsing neyðarheimili

Auglýsing neyðarheimili

Barnavernd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu  í samstarfi við Barnavernd Árborgar auglýsa eftir umsóknum frá fjölskyldum og/eða einstaklingum sem eru tilbúin til að veita börnum móttöku á  einkaheimilum.

 

Í 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 kemur fram að barnaverndarnefndir skulu hafa tiltæk úrræði til að veita börnum mótttöku í bráðatilvikum, til að tryggja öryggi þeirra.

Hlutverk neyðarheimilis er að taka á móti barni/börnum með stuttum fyrirvara til skemmri tíma eða í allt að þrjá mánuði. Leitað er eftir fólki sem hefur áhuga á velferð barna og er tilbúið að taka á móti þeim með stuttum fyrirvara og mæta breytilegum þörfum þeirra. Mikilvægt er að skapa þeim öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni. Um er að ræða gefandi starf þar sem fjölskyldur fá tækifæri til að hlúa að börnum sem upplifað hafa erfiðar heimilisaðstæður.

 

Barnaverndarstofa veitir leyfi að undangenginni úttekt á heimilishögum  af hálfu barnaverndarnefndar í viðkomandi umdæmi. Reynsla og þekking af starfi með börnum er æskileg. Aldurstakmark umsækjenda er 25 ára.

 

Áhugsamir sendi ferilskrá ásamt kynningarbréf til Svövu Davíðsdóttur, félagsmálastjóra Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu á netfangið svava@felagsmal.is.    eða til Önnu Rutar Tryggvadóttur, teymisstjóra barnaverndar Árborgar á netfangið annarut@arborg.is Sé frekari upplýsinga óskað eru þær veittar á framangreindum netföngum. Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2022.

VISS, vinnu og hæfingarstöð óskar eftir að ráða deildarstjóra á Hvolsvelli

VISS, vinnu og hæfingarstöð óskar eftir að ráða deildarstjóra á Hvolsvelli

VISS vinnu og hæfingarstöð óskar eftir að ráða deildastjóra sem allra fyrst í 55% stöðu sem getur aukist með vorinu. VISS er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu sem  vinnur eftir hugmyndafræði „þjónandi leiðsögn“ og „sjálfstætt líf. Um er að ræða nýja starfseiningu á Hvolsvelli sem hóf starfsemi í janúar 2021.  Deildarstjórinn vinnur  samkvæmt lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 auk tengdra reglugerða.

 

Helstu verkefnin eru :

 

 • Daglegt utanumhald um rekstur og starfsemina
 • Starfsmannahald
 • Móta stefnu og markmið þjónustunnar í samráði við forstöðumann
 • Verkefnaöflun og að verkefni sé við hæfi hvers og eins

 

Helstu markmið starfsins eru:

 • Faglegt starf með fötluðu fólki
 • Leiðbeina, styðja og hvetja
 • Skapa öryggi og vellíðan á vinnustað
 • Efling sjálfsákvörðunarréttar fatlaðs fólks

Hæfniskröfur:

 • Menntun í þroskaþjálfa eða háskólapróf (BA/BS) á sviði uppeldis- eða félagsvísin
 • Reynslu af stjórnun og starfsmannahaldi
 • Leiðtoga og skipulagshæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Jákvæðni og góð þjónustulund
 • Almenn tölvukunnátta æskileg

Laun eru samkvæmt  kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga, þroskaþjálfafélags Íslands

Rangárþing eystra er heilsueflandi samfélag í stöðugri sókn. Sveitarfélagið leggur ríka áherslu á samvinnu, virðingu og vellíðan á vinnustað.

Öllum umsóknum verður svarað.

<b>Foreldrar athugið:</b> Umsóknarfrestur fyrir íþrótta og tómstundarstyrk hefur verið framlengdur til og með 31. júlí 2021.

Foreldrar athugið: Umsóknarfrestur fyrir íþrótta og tómstundarstyrk hefur verið framlengdur til og með 31. júlí 2021.

Foreldrar eru hvattir til að athuga rétt sinn inn á island.is ef niðurstaða reynist jákvæð senda þá inn umsókn ásamt fylgigögnum til Félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Við minnum á að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 31. júlí 2021. Hægt er að sækja um styrk vegna sumarnámskeiða sumarið 2021. Miða skal við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021 og sumarið 2021. 

 

Til að sækja um styrkinn þarf að hafa samband við Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu:

 1. með því að senda tölvupóst á felagsmal@felagsmal.is
 2. hafa samband í gegnum síma 4878125 og biðja um símtal við ráðgjafa vegna tómstundastyrks
 3. koma í afgreiðslu félagsþjónustunnar að Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og fylla þar út umsókn um styrkinn

Með styrkumsókn (umsóknareyðublað sem hægt er að nálgast hér á heimasíðunni)  þarf að fylgja útprentuð staðfesting frá island.is (má einnig vista og senda rafrænt í tölvupósti með umsókninni) um að viðkomandi eigi rétt á styrknum og einnig þarf að fylgja staðfesting á útlögðum kostnaði vegna íþrótta- og tómstundastarfs barns/barna í fjölskyldunni.

Ef vafi leikur á hvort ákveðið íþrótta- og tómstundastarf sé styrkhæft er hægt að fá leiðbeiningar sbr. leiðirnar hér að ofan.

Einungis er hægt að sækja um styrk vegna þátttöku í íþrótta- eða tómstundastarfi, ekki til kaupa á íþróttavörum, búnaði eða öðru þess háttar. Einungis er styrkt vegna barna á aldrinum 6-16 ára  fædd á árunum 2005 til 2014, þ.e. á grunnskólaaldri.

Starfsmenn Félagsþjónustu Rangárvalla- ogVestur- Skaftafellssýslu afgreiða umsóknir sem berast og svara umsækjendum að því loknu eða innan mánaðar frá því að öll gögn liggja fyrir.  Ef viðkomandi fær synjun á umsókn sína frá starfsmönnum félagsþjónustunnar eða er ósáttur við niðurstöðu málsins getur hann skotið málinu til Félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu sem fjallar þá um málið. Erindi þess eðlis skal sent skriflega ásamt rökstuðningi umsækjanda til:

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu

Suðurlandsveg 1-3

860 Hella

Starf deildastjóra í barnavernd laust til umsóknar

Starf deildastjóra í barnavernd laust til umsóknar

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf deildastjóra í barnavernd. Um er að ræða 80 % starfshlutfall til eins árs með möguleika á framlengingu. Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri. Félagsþjónusta Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu er byggðasamlag sem annast félagsþjónustu fyrir 5 sveitarfélög Ásahrepp, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Skrifstofur félagsþjónustunnar eru staðsettar á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b.  5.300 manns. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.

 

Helstu verkefni:

 • Stjórnunar og forystuhlutverk í barnavernd
 • Vinnsla barnaverndarmála, samskipti og samvinna við börn og foreldra
 • Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu barnaverndarmála
 • Virk þátttaka í mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðunar á reglum í málaflokknum
 • Stýra vikulegum fundum barnaverndar og undirbúningur mála
 • Skýrslugerð, skráningar og greinagerðir
 • Áætlanagerð barnaverndar
 • Forvarnastarf
 • kynning á barnavernd í skólum og öðrum stofnunum

 

Menntunar og hæfnikröfur:

 • Starfsréttindi félagsráðgjafa
 • Starfsreynsla og þekking á sviðinu æskileg
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
 • Reynsla af stjórnun er kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð yfirsýn, vandvirkni og góð vinnubrögð
 • Góð tölvukunnátta
 • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Umsóknum skal skilað til Svövu Davíðsdóttur, félagsmálastjóra í tölvupósti á svava@felagsmal.is með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Bæði karlar og konur eru hvattar til að sækja um starfið. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar veitir Svava Davíðsdóttir félagsmálastjóri í síma 487-8125 eða á netfangið svava@felagsmal.is

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka sem ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu. Í framhaldinu verður ráðist í vitundavakningu í samstarfi við menntamálaráðuneytið, sveitarfélög, Íþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands.

 

Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn og um 13.000 börn eiga rétt á styrknum. Sveitarfélögin annast afgreiðslu styrkumsókna eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Ísland.is (https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs)

 

Styrkina er hægt er að nota til  niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistanáms eða annarra tómstunda. Sveitarfélög setja reglur um úthlutun styrkjanna en fyrirkomulag getur verið breytilegt á milli sveitarfélaga til dæmis varðandi hvaða íþrótta- og tómstundastarf er styrkhæft, hvaða gögnum beri að skila með umsókn og afgreiðslutími umsókna.

 

Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi. Lögð hefur verið áhersla á að ná til sem flestra forráðamanna og hefur því verið komið af stað kynningarátaki á fjölda tungumála um íþrótta- og tómstundastyrkina.

 

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra: „Covid-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþrótta- og tómstundastarf í landinu. Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi og það á sérstaklega við um fjölskyldur í neðri hluta tekjudreifingarinnar. Rannsóknir sýna að íþróttir og frístundir hafa forvarnargildi og því er gríðarlega mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir brottfall hjá krökkum í íþróttum og tómstundum vegna faraldursins.”

 

Hægt er að sækja um styrkinn hér