<b>Foreldrar athugið:</b> Umsóknarfrestur fyrir íþrótta og tómstundarstyrk hefur verið framlengdur til og með 31. júlí 2021.

Foreldrar athugið: Umsóknarfrestur fyrir íþrótta og tómstundarstyrk hefur verið framlengdur til og með 31. júlí 2021.

Foreldrar eru hvattir til að athuga rétt sinn inn á island.is ef niðurstaða reynist jákvæð senda þá inn umsókn ásamt fylgigögnum til Félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Við minnum á að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 31. júlí 2021. Hægt er að sækja um styrk vegna sumarnámskeiða sumarið 2021. Miða skal við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021 og sumarið 2021. 

 

Til að sækja um styrkinn þarf að hafa samband við Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu:

 1. með því að senda tölvupóst á felagsmal@felagsmal.is
 2. hafa samband í gegnum síma 4878125 og biðja um símtal við ráðgjafa vegna tómstundastyrks
 3. koma í afgreiðslu félagsþjónustunnar að Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og fylla þar út umsókn um styrkinn

Með styrkumsókn (umsóknareyðublað sem hægt er að nálgast hér á heimasíðunni)  þarf að fylgja útprentuð staðfesting frá island.is (má einnig vista og senda rafrænt í tölvupósti með umsókninni) um að viðkomandi eigi rétt á styrknum og einnig þarf að fylgja staðfesting á útlögðum kostnaði vegna íþrótta- og tómstundastarfs barns/barna í fjölskyldunni.

Ef vafi leikur á hvort ákveðið íþrótta- og tómstundastarf sé styrkhæft er hægt að fá leiðbeiningar sbr. leiðirnar hér að ofan.

Einungis er hægt að sækja um styrk vegna þátttöku í íþrótta- eða tómstundastarfi, ekki til kaupa á íþróttavörum, búnaði eða öðru þess háttar. Einungis er styrkt vegna barna á aldrinum 6-16 ára  fædd á árunum 2005 til 2014, þ.e. á grunnskólaaldri.

Starfsmenn Félagsþjónustu Rangárvalla- ogVestur- Skaftafellssýslu afgreiða umsóknir sem berast og svara umsækjendum að því loknu eða innan mánaðar frá því að öll gögn liggja fyrir.  Ef viðkomandi fær synjun á umsókn sína frá starfsmönnum félagsþjónustunnar eða er ósáttur við niðurstöðu málsins getur hann skotið málinu til Félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu sem fjallar þá um málið. Erindi þess eðlis skal sent skriflega ásamt rökstuðningi umsækjanda til:

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu

Suðurlandsveg 1-3

860 Hella

Starf deildastjóra í barnavernd laust til umsóknar

Starf deildastjóra í barnavernd laust til umsóknar

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf deildastjóra í barnavernd. Um er að ræða 80 % starfshlutfall til eins árs með möguleika á framlengingu. Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri. Félagsþjónusta Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu er byggðasamlag sem annast félagsþjónustu fyrir 5 sveitarfélög Ásahrepp, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Skrifstofur félagsþjónustunnar eru staðsettar á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b.  5.300 manns. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.

 

Helstu verkefni:

 • Stjórnunar og forystuhlutverk í barnavernd
 • Vinnsla barnaverndarmála, samskipti og samvinna við börn og foreldra
 • Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu barnaverndarmála
 • Virk þátttaka í mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðunar á reglum í málaflokknum
 • Stýra vikulegum fundum barnaverndar og undirbúningur mála
 • Skýrslugerð, skráningar og greinagerðir
 • Áætlanagerð barnaverndar
 • Forvarnastarf
 • kynning á barnavernd í skólum og öðrum stofnunum

 

Menntunar og hæfnikröfur:

 • Starfsréttindi félagsráðgjafa
 • Starfsreynsla og þekking á sviðinu æskileg
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
 • Reynsla af stjórnun er kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð yfirsýn, vandvirkni og góð vinnubrögð
 • Góð tölvukunnátta
 • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Umsóknum skal skilað til Svövu Davíðsdóttur, félagsmálastjóra í tölvupósti á svava@felagsmal.is með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Bæði karlar og konur eru hvattar til að sækja um starfið. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar veitir Svava Davíðsdóttir félagsmálastjóri í síma 487-8125 eða á netfangið svava@felagsmal.is

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka sem ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu. Í framhaldinu verður ráðist í vitundavakningu í samstarfi við menntamálaráðuneytið, sveitarfélög, Íþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands.

 

Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn og um 13.000 börn eiga rétt á styrknum. Sveitarfélögin annast afgreiðslu styrkumsókna eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Ísland.is (https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs)

 

Styrkina er hægt er að nota til  niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistanáms eða annarra tómstunda. Sveitarfélög setja reglur um úthlutun styrkjanna en fyrirkomulag getur verið breytilegt á milli sveitarfélaga til dæmis varðandi hvaða íþrótta- og tómstundastarf er styrkhæft, hvaða gögnum beri að skila með umsókn og afgreiðslutími umsókna.

 

Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi. Lögð hefur verið áhersla á að ná til sem flestra forráðamanna og hefur því verið komið af stað kynningarátaki á fjölda tungumála um íþrótta- og tómstundastyrkina.

 

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra: „Covid-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþrótta- og tómstundastarf í landinu. Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi og það á sérstaklega við um fjölskyldur í neðri hluta tekjudreifingarinnar. Rannsóknir sýna að íþróttir og frístundir hafa forvarnargildi og því er gríðarlega mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir brottfall hjá krökkum í íþróttum og tómstundum vegna faraldursins.”

 

Hægt er að sækja um styrkinn hér