Félagsleg ráðgjöf

Markmið með félagslegri ráðgjöf er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál sem og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda. Félagsáðgjafar félagsþjónustunnar veita ráðgjöf, stuðning og upplýsingar um ýmis konar málefni. Vegna atvinnuleysis, veikinda, hússnæðisleysis, fjárhagsvanda, andláts ástvinar, fötlunar, öldrunar, málefna útlendinga, málefna barna og ungmenna, fjölskylduvanda og áfengis- og/eða vímuefnavanda.

Þeir geta vísað fólki í/á úrræði sem standa til boða, innan og utan félagsþjónustunnar. Tilgangur félagslegrar ráðgjafar er að styðja fólk til sjálfshjálpar svo sérhver einstaklingur geti notið sín sem best í samfélaginu.

Ráðgjöf og stuðningur

Einstaklingur eða fjölskylda geta óskað eftir ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum Félagsþjónustunnar meðal annars um fjárhagsmál, bótarétt, fjölskyldumál eða vegna áfengis- og/eða vímuefnaneyslu. Hvert mál er einstakt og fyrir suma er eitt viðtal nóg en fyrir aðra getur þurft fleiri viðtöl. Ef þörf þykir á er máli vísað áfram í hentugt úrræði. Félagsþjónustan er í samstarfi við ýmsar stofnanir eins og Vinnumálastofnun, Birtu starfsendurhæfingu, Virk starfsendurhæfingu, SÁÁ, heilbrigðisstofnanir, Stígamót, Sigurhæðir, Tryggingastofnun, lífeyrissjóði, stéttarfélög, sýslumenn, banka o.s.frv.

Hver sá sem óskar eftir stuðningi, ráðgjöf eða upplýsingum er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu í síma 487-8125 eða senda tölvupóst á felagsmal(hja)felagsmal.is