fjarhagsadstod

Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er neyðarúrræði og það er eitt af meginverkefnum ráðgjafa félagsþjónustunnar að aðstoða fólk við að leita varanlegra lausna til framfærslu.

Miklir fjárhagserfiðleikar veita einir og sér ekki rétt til fjárhagsaðstoðar og því þarf að greina hvert mál vandlega í samvinnu við viðkomandi. Í framhaldi þarf að gera áætlun um hvernig unnt sé að bæta úr stöðunni og áhersla félagsþjónustunnar er á hjálp til sjálfshjálpar. Áður en til fjárhagsaðstoðar kemur er farið yfir fjármál og aðstæður viðkomandi.

Mál hvers einstaklings er skoðað með aðstæður hans í huga. Meðal fjárhagsaðstoðar er hægt að óska eftir fjárhagsstuðningi til tekjulágra foreldra vegna aðstæðna barna þeirra. Má þar nefna stuðning vegna sérfræðikostnaðar, tannlæknakostnaðar, hjálpartækja sem Tryggingastofnun borgar ekki. Námstyrkur til einstaklinga 18 -24 ára sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsnámi og aðstoð vegna útfararkostnaðar.

Hver sá sem óskar eftir aðstoð, stuðningi eða ráðgjöf er bent á að hafa samband við ráðgjafa á skrifstofu félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

Upplýsingar um Fjárhagsaðstoð

Umsókn um fjárhagsaðstoð má sjá hér aða neðan en einnig er hægt að sækja skjalið með því að smella HÉR

Umsókn um fjárhagsaðstoð

Reglur um fjárhagsaðstoð má sjá hér aða neðan en einnig er hægt að sækja skjalið með því að smella HÉR

Reglur um fjárhagsaðstoð

Reglur um þjónustu við fjölskyldur má sjá hér aða neðan en einnig er hægt að sækja skjalið  með því að smella HÉR

Reglur um þjónustu við fjölskyldur

Umsóknareyðublað  vegna frístunda- og tómstundastyrks má sjá hér aða neðan en einnig er hægt að sækja skjalið með því að smella HÉR

Umsóknareyðublað vegna frístunda- og tómstundastyrks

Umsóknir sendist á:
Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
Suðurlandsvegi 1-3
850 Hellu eða rafrænt á felagsmal(hja)felagsmal.is