Almennar upplýsingar

Byggðasamlag um félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu tók til starfa árið 2003. Að byggðasamlaginu standa Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur, en sá síðastnefndi gekk að fullu í samlagið um áramótin 2005-2006.

Í stjórn byggðasamlagsins sitja 5 fulltrúar, einn frá hverju sveitarfélagi sem aðild á að því.

Félags- og Skólaþjónusta hafa verið sameinaðar í eina stofnun.  Nýja sameinaða stofnuninn er til húsa að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu. Síminn er 487-8125.