
Velkomin á vef Félagsþjónustunnar
Hvert á að hafa samband ef áhyggjur af barni koma upp? Viljir þú tilkynna um aðstæður barns getur þú hringt í síma 487-8125 á dagvinnutíma og fengið að ræða við félagsráðgjafa. Komi upp neyðartilvik eftir að skrifstofu hefur verið lokað, getur þú hringt í 112 og sagt frá áhyggjum þínum. Einnig er tekið á móti tilkynningum á netfangið barnavernd@felagsmal.is
Telurðu að þú þurfir aðstoð eða stuðning? Telur þú þig þurfa ráðgjöf vegna vanlíðan þinnar og eða fjölskyldu þinnar eða vegna fjárhagsáhyggja en veist ekki hvert þú átt að snúa þér – hafðu samband við ráðgjafa félagsþjónustu RVS á netfangið felagsmal@felagsmal.is. Ert þú eða telur þú að þú sért beitt/ur ofbeldi, vanrækslu eða órétti? Hafðu samband við ráðgjafa félagsþjónustu RVS á netfangið felagsmal@felagsmal.is

Barnavernd
Velferð barna á svæði Rangárvalla- og Vesturskaftafellssýslu skiptir höfuðmáli. Mál eru unnin samkvæmt lögum um barnavernd nr. 80/2002.

Fjárhagsaðstoð
Áður en til fjárhagsaðstoðar kemur þarf einstaklingur að koma í viðtal hjá ráðgjafa þar sem farið er yfir fjármál og aðstæður viðkomandi.

Málefni eldra fólks
Félagsþjónustan sér um ráðgjöf og leiðbeiningar til eldra fólks og aðstandenda þeirra varaðandi ýmis persónuleg mál, réttindamál og þjónustuúrræði fyrir eldra fólk

Málefni fatlaðs fólks
Félagsþjónustan ber ábyrgð á og sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og fjölskyldur þeirra og sinnir eftirliti með þjónustunni.
Tilkynningar
VISS, vinnu og hæfingarstöð óskar eftir að ráða leiðbeinenda í 55% stöðu sem fyrst. VISS er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu. Hjá VISS...
Sérstakur húsnæðisstuðningur Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings sem sveitarfélögum er skylt að greiða samkvæmt lögum um húsnæðisbætur...
Barnaverndarþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu í samstarfi við barnaverndarþjónustu Árborgar auglýsa eftir umsóknum frá fjölskyldum og/eða einstaklingum sem eru tilbúin til...
Frá og með 1.nóvember 2024 verður breyting á opnunartímum skrifstofu Félags- og skólaþjónustu. Opnunartíminn á föstudögum verður frá kl. 9-12 í stað 9-13 eins og...
Sérstakur húsnæðisstuðningur Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings sem sveitarfélögum er skylt að greiða samkvæmt lögum um húsnæðisbætur...
Starfsfólk í félagslegri heimaþjónustu Félags og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Einnig er auglýst eftir starfsmanni...