Almennt |
Fleira |
|
Áður en til fjárhagsaðstoðar kemur þarf einstaklingur að koma í viðtal hjá félagsráðgjafa þar sem farið er yfir fjármál og aðstæður viðkomandi. Hægt er að panta viðtalstíma í síma 487-8125 eða með því að senda okkur póst á helgalind(hja)felagsmal.is. Miklir fjárhagserfiðleikar veita einir og sér ekki rétt til fjárhagsaðstoðar og því þarf að greina hvert mál vandlega í samvinnu við viðkomandi. Í framhaldi þarf að gera áætlun um hvernig unnt sé að bæta úr stöðunni og áhersla félagsþjónustunnar er á hjálp til sjálfshjálpar. Fjárhagsaðstoð er neyðarúrræði og það er eitt af meginverkefnum ráðgjafa að aðstoða fólk við að leita varanlegra lausna til framfærslu. |
Umsókn um fjárhagsaðstoð Reglur um fjárhagsaðstoð Reglur um þjónustu við fjölskyldur Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19 Umsóknareyðublað vegna frístunda- og tómstundastyrks. Umsóknir sendist á: Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu Suðurlandsvegi 1-3 850 HelluEða rafrænt á felagsmal(hja)felagsmal.is |