Kennsluráðgjafi í 100% stöðu

  • Post category:Tilkynningar
  • Reading time:2 mins read

Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu óskar eftir að ráða kennsluráðgjafa í 100% starf á grunnskólastigi. Starfsfólk félags- og skólaþjónustu starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, snemmtæka íhlutun og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Í sveitarfélögunum eru fimm grunnskólar. Íbúar eru tæplega sex þúsund. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Fræðsla og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks skóla vegna einstaklinga og/eða hópa með fjölbreyttar þarfir.
  • Stuðningur og leiðsögn vegna fjölbreyttra og árangursríkra kennsluhátta með áherslu á snemmbæran stuðning.
  • Stuðningur við nýbreytni- og þróunarstarf skóla, m.a. með ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk skóla.
  • Vinna að samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
  • Vinna í þverfaglegu samstarfi félags- og skólaþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf, staðfesting á réttindum til kennslu.
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Þekking á fjölbreyttum náms- og kennsluaðferðum.
  • Reynsla af kennslufræðilegri ráðgjöf og/eða kennslufræðilegri forystu er kostur.
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði.
  • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun og leikni í mannlegum samskiptum.
  • Hreint sakavottorð.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 14 desember 2023

Umsókninni skal fylgja ferilskrá um störf umsækjanda, menntun og nöfn tveggja umsagnaraðila, ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið..

Frekari upplýsingar um starfið veitir Svava Davíðsdóttir framkvæmdastjóri Félags- og skólaþjónustu í síma 487-8125 eða svava@felagsmal.is/ Halldóra Guðlaug Helgadóttir teymisstjóri skólaþjónustu í síma 487-8125 eða halldora@skolamal.is.

Skildu eftir svar