Starfsfólk óskast í Vík

  • Post category:Legal
  • Reading time:1 min read

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsfólki til að sinna stoðþjónustu í Vík.

Starfið felst í að efla ungan dreng við daglegar athafnir og félagslegan stuðning, frá klukkan 13-16 alla virka daga.

Einnig vantar starfsmann í félagslega liðveislu um helgar.

Leitað er að einstaklingum sem búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, eru ábyrgir og traustir, sýna frumkvæði í starfi, geta unnið sjálfstætt og hafa gaman af að vinna með fólki.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum FOSS.

Nánari upplýsingar og umsóknir berist til:

Þóra S. Jónsdóttir, ráðgjafi í MFF

Sími: 487-8125

Netfang: thora@felagsmal.is

Petrína Fr. Sigurðardóttir, ráðgjafi í MFF

Sími: 487-8125

Netfang: petrina@felagsmal.is

Skildu eftir svar