Social counceling
Markmið með félagslegri ráðgjöf er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál sem og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda . Félagsáðgjafar félagsþjónustunnar veita upplýsingar um réttindi, ráðgjöf eða stuðning. Einnig geta félagsráðgjafar veitt upplýsingar um aðra þjónustu sem er möguleg svo og vísað fólki í/á þau úrræði sem standa til boða. Tilgangurinn er alltaf að hjálpa fólki til sjálfshjálpar þannig að sérhver einstaklingur geti sem best notið sín í samfélaginu.
Félagsleg ráðgjöf tekur m.a. til ráðgjafar vegna atvinnuleysis, veikinda, hússnæðisleysis, fjárhagsvanda, fötlunar, öldrunar, málefna útlendinga, málefna barna og ungmenna, fjölskylduvanda og áfengis- og vímuefnavanda.
Meginatriði
Ráðgjöf: Margir koma og fá ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum Félagsþjónustunnar s.s. um fjárhagsmál, bótarétt, fjölskyldumál eða vegna áfengis eða vímuefnaneyslu. Sum mál geta náð yfir lengri tíma og sumum er vísað á önnur úrræði þegar það á við. Félagsþjónustan á samstarf við ýmsar stofnanir vegna einstaklinga og fjölskyldumála, s.s Vinnumálastofnun, Birtu, Virk, SÁÁ, heilbrigðisstofnanir, Tryggingastofnun, lífeyrissjóði, stéttarfélög, sýslumenn, banka o.s.frv.Fræðsla: Vinna þarf að því að auka fræðslu á þjónustusvæði félagsþjónustunnar varðandi ýmis mál og er verið að skoða hvaða fræðsla myndi nýtast best.
Forvarnir: Félagsþjónustan er í forsvari fyrir forvarnarhóp sem hafið hefur störf á þjónustusvæðinu.
Forvarnarmál
Stóri hópurinn:
Stóri hópurinn starfar þvert á tvær sýslur, sem í eru fimm sveitarfélögum. Stóri hópurinn er ætlað að stefnumarkandi mál eins og t.d. stefnumótun í forvarnamálum fyrir þetta svæði, vera bakland fyrir minni hópana ef á þarf að halda svo dæmi séu tekin.Daggæsla í heimahúsum
Sækja þarf um að gerast dagforeldri til félagsþjónustunnar. Farið er eftir reglugerð frá félagsmálaráðneytinu nr. 907/2005 en þau setja fram þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar hjá þeim einstaklingum sem sækja um að vera dagforeldrar.
Dagforeldri ber að hlúa að andlegri og líkamlegri velferð barns sem hjá því dvelur. Þetta á við um tilfinningalíf þess, félagslega líðan og fæðuval. Allar upplýsingar sem dagforeldri fær um hag barns og einkahagi foreldranna skal fara með sem trúnaðarmál. Þó ber dagforeldri skylda til að tilkynna til barnaverndarnefndar ef það verður vart við að barn sé vanrækt eða uppeldi þess, atlæti eða aðbúnaði þess er ábótavant.
Umsóknir sendist á:
Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
Suðurlandsvegi 1-3
850 Hellu
Eða rafrænt á felagsmal(hja)felagsmal.is