Housing services

Félagslegt leighúsnæði

Markmið með úthlutun á félagslegum leiguíbúðum er að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa bráðan vanda meðan unnið er að varanlegri lausn. Félagslegar leiguíbúðir eru hugsaðar sem tímabundið úrræði fyrir fólk í húsnæðiserfiðleikum og eru ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem þurfa sérstaka aðstoð við að sjá sér fyrir húsnæði sökum fjárhags- og félagslegra erfiðleika.

Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Umsókn um félagslegt leiguhúsnæði skal berast Klöru Valgerði, félagsráðgjafa félagsþjónustunnar á sérstöku umsóknareyðublaði (sjá hér að neðan). Með umsókninni skal fylgja ljósrit af launa og/eða bótaseðlum heimilisfólks fyrir þrjá síðustu mánuði og ljósrit af síðasta skattframtali. Þá skal læknisvottorð, örorkuvottorð, afrit af kaupsamningi (ef umsækjandi eða einhver úr fjölskyldu hans keypti/seldi fasteign s.l. þrjú ár), gögn um lögskilnað/sambúðarslit og vottorð heilbrigðisfulltrúa (ef umækjandi býr í heilsuspillandi húsnæði) fylgja ef við á.

Félagsráðgjafi félagsþjónustunnar boðar umsækjanda í viðtal vegna umsóknar, kannar hvort skilyrði til úthlutunar sé fullnægt og leggur málið fyrir meðferðarfund. Umsækjandi fær skriflegt svar þar sem fram kemur hvort hann eigi gilda umsókn og sé kominn á biðlista.

Sérstakur húsnæðisstuðningur
Sérstakur húsnæðisstuðningur fjárstuðningur til viðbótar við húsnæðisbætur. Hann er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, félagslegra aðstæðna og þungrar framfærslubyrðar.

Umsækjandi þarf að uppfylla öll eftirfarandi skilyrði:

Heimilt er þó að samþykkja umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning þrátt fyrir að umsækjandi hafi ekki fengið samþykkta umsókn um húsnæðisbætur þegar fyrir liggur að umsækjandi sé í húsnæðisleit. Greiðslur hefjast þó ekki fyrr en umsækjandi uppfyllir öll skilyrðin.

Foreldrar 15-17 ára barna sem stunda nám fjarri lögheimili og leigja herbergi á heimavist, námsgörðum hér á landi eða leiguherbergi í íbúðarhúsnæði eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Slíkur stuðningur er óháður tekjum foreldra og getur numið allt að 60% af leigufjárhæð, þó aldrei hærra en 25.000. Húsaleigusamningur og staðfesting á skólavist skal fylgja umsókn.

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning skal berast Klöru Valgerði, félagsráðgjafa Félagsþjónustunnar á þar til gerðu umsóknareyðublaði (sjá hér að neðan). Umsóknarfrestur er til 20. þess mánaðar sem fyrst er greitt fyrir. Við undirritun umsóknar veita umsækjandi og aðrir heimilismenn Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu heimild til að afla uplýsinga frá opinberum aðilum sem nauðsynlegar eru við afgreiðslu umsóknarinnar. Hafi tilskilin gögn sem nauðsynleg eru við úrvinnslu umsóknarinnar ekki borist innan 45 daga frá umsóknardegi er umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning synjað.

Reglur og eyðublöð

Umsóknir sendist á:
Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
Suðurlandsvegi 1-3
850 Hellu

Eða rafrænt á annette(hja)felagsmal.is

Umsóknareyðublað fyrir félagslegt leiguhúsnæði má sjá hér aða neðan en einnig er hægt að sækja skjalið með því að smella HÉR

Umsóknareyðublað fyrir félagslegt leiguhúsnæði

Umsóknareyðublað fyrir sérstakan húsnæðisstuðning má sjá hér aða neðan en einnig er hægt að sækja skjalið með því að smella HÉR

Umsóknareyðublað fyrir sérstakan húsnæðisstuðning

Reglur um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði í aðildarsveitarfélögum Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu má sjá hér aða neðan en einnig er hægt að sækja skjalið með því að smella HÉR

Reglur um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði í aðildarsveitarfélögum Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning – Des 2018 má sjá hér aða neðan en einnig er hægt að sækja skjalið með því að smella HÉR

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning – Des 2018

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning 15-17 ára- des 2018 má sjá hér aða neðan en einnig er hægt að sækja skjalið með því að smella HÉR

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning 15-17 ára- des 2018

Matsviðmið má sjá hér aða neðan en einnig er hægt að sækja skjalið með því að smella HÉR

Matsviðmið