Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf teymisstjóra í barnavernd og farsældarþjónustu. Um er að ræða 100 % starfshlutfall. Næsti yfirmaður er framkvæmdarstjóri félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. Félagsþjónusta Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu er byggðasamlag sem annast félagsþjónustu fyrir 5 sveitarfélög Ásahrepp, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Skrifstofur félagsþjónustunnar eru staðsettar á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b. 6000 manns. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi félagsráðgjafa • Starfsreynsla og þekking á sviðinu æskileg • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki • Reynsla af stjórnun er kostur • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð yfirsýn, vandvirkni og góð vinnubrögð • Góð tölvukunnátta • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnunar og forystuhlutverk í barnavernd
- Teymisstjóri ber faglega ábyrgð á starfi og skipulagninu barnaverndarteymis.Teymisstjóri situr einnig í farsældarteymi RVS.
- Vinnsla barnaverndarmála, samskipti og samvinna við börn og foreldra
- Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu barnaverndarmála
- Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu farsældarmála
- Þátttaka og utanumhald um farsældarteymi í samstarfi við aðra ráðgjafa
- Virk þátttaka í mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðunar á reglum í málaflokknum
- Stýra vikulegum fundum barnaverndar og undirbúningur mála
- Skýrslugerð, skráningar og greinagerðir
- Áætlanagerð barnaverndar
- Forvarnastarf
- kynning á barnavernd í skólum og öðrum stofnunum
Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2025. Umsóknum skal skilað til Svövu Davíðsdóttur, framkvæmdarstjóra félags- og skólaþjónustu RVS í tölvupósti á svava@felagsmal.is með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Bæði karlar og konur eru hvattar til að sækja um starfið. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Nánari upplýsingar veitir Svava Davíðsdóttir félagsmálastjóri í síma 487-8125 eða á netfangið svava@felagsmal.is

