Ef grunur leikur á að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður eða andlegri, líkamlegri og/eða þroska barns sé stefnt í hættu skal tilkynna það til barnaverndar. Eins skal tilkynna ef grunur leikur á að líf ófædds barns sé stefnt í hættu.
Almenningur getur tilkynnt undir nafnleynd óski hann þess sem þýðir að starfsmaður barnaverndar heldur nafni viðkomandi leyndu fyrir þeim sem málið snýr að þó hann fái nafn og símanúmer hjá honum. Lögreglan, starfsmenn leik- og grunnskóla, heilbrigðisstarfsmenn og aðrir þeir sem hafa afskipti af börnum ber að tilkynna mál skriflega til barnaverndar. Þessir aðilar geta ekki tilkynnt mál undir nafnleynd.