Starfsemin
Félagsþjonusta RSV vinnur að ýmsum málum. Verið er að vinna að því að gera félagsþjónustuna og starfsemi hennar sýnilegri. Mun starfsfólk félagsþjónustunnar og barnaverndar meðal annars mæta í skóla sveitarfélaganna og kynna starfsemina fyrir bæði starfsfólki skólanna auk barna og jafnvel foreldra…
Forvarnarhópur verður starfsettur á ný. Stóri hópurinn starfar þvert á tvær sýslur, sem í eru fimm sveitarfélögum. Stóri hópurinn er ætlað að stefnumarkandi mál eins og t.d. stefnumótun í forvarnamálum fyrir þetta svæði, vera bakland fyrir minni hópana ef á þarf að halda svo dæmi séu tekin.
Vinnur að því að veita barnafjölskyldum, börnum, skólum, heilbrigðisstofnunum og sérfræðingum tækifæri og verkfæri til að bæta líðan og hag barna í sveitafélaginu. Hlutverk barnaverndar er að beita þeim úrræðum sem barni er fyrir bestu og styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu. Markmið barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Mál eru unnin samkvæmt lögum um barnavernd nr. 80/2002.
Vinnur að því að veita einstaklingum og fjölskyldum ráðgjöf, stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar um ýmis málefni. Má þar nefna félagsleg réttindamál, félagslegan og persónulegan vanda eins og atvinnuleysi, veikindi, hússnæðisleysi, fjárhagsvanda, fötlun, öldrun, málefni útlendinga, málefni barna og ungmenna, fjölskylduvanda og áfengis- og/eða vímuefnavanda.
Vinnur að því að veita einstaklingi fjárhagsaðstoð til framfærslu. Áður en til fjárhagsaðstoðar kemur þarf einstaklingur að koma í viðtal hjá félagsráðgjafa þar sem farið er yfir fjármál og aðstæður viðkomandi. Miklir fjárhagserfiðleikar veita einir og sér ekki rétt til fjárhagsaðstoðar og því þarf að greina hvert mál vandlega í samvinnu við viðkomandi. Unnið er með sérhvert mál skv. reglum um fjárhagsaðstoð sbr. 21 gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr.40/1991.
Vinnur að því að veita fjölskyldum og einstaklingum sem þurfa sérstaka aðstoð til að leysa bráðan húsnæðisvanda, tímabundið úrræði í formi félagslegs leiguhúsnæðis og/eða sérstaks húsnæðisstuðnings. Sérhvert mál er unnið skv. reglum um sérstakan húsnæðisstuðning á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Vinnur að því að veita öldruðum og aðstandendum þeirra ráðgjöf og leiðbeiningar varaðandi ýmis persónuleg mál, réttindamál og þjónustuúrræði fyrir aldrað fólk. Ráðgjafar leggja einnig mat á félagslega stöðu umsækjenda vegna umsókna um hjúkrunar- og dvalarrými. Félagsmálastjóri á sæti í þjónustuhópi aldraðra í Rangárvallasýslu. Unnið er með sérhvert mál skv. lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999.
Vinnur að því að veita fullorðnum einstaklingum með fötlun, börnum með fötlum og aðstandendum þeirra margvíslega þjónustu. Má þar nefna stuðning og ráðgjöf við fatlað fólk og foreldra fatlaðra barna, félagslega liðveislu, stuðningsfjölskyldu fyrir fötluð börn, sértæka ráðgjöf, skammtímavistun, endurhæfingu, verndaða vinnu, búsetuúrræði og ferðaþjónustu. Unnið er með sérhvert mál skv. lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.
Sækja þarf um að gerast dagforeldri til félagsþjónustunnar. Farið er eftir reglugerð frá félagsmálaráðneytinu nr. 907/2005 en þau setja fram þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar hjá þeim einstaklingum sem sækja um að vera dagforeldrar.
Dagforeldri ber að hlúa að andlegri og líkamlegri velferð barns sem hjá því dvelur. Þetta á við um tilfinningalíf þess, félagslega líðan og fæðuval. Allar upplýsingar sem dagforeldri fær um hag barns og einkahagi foreldranna skal fara með sem trúnaðarmál. Þó ber dagforeldri skylda til að tilkynna til barnaverndarnefndar ef það verður vart við að barn sé vanrækt eða uppeldi þess, atlæti eða aðbúnaði þess er ábótavant.