Sveitarfélög
Umdæmi Félagsþjónustu RSV nær frá Þjórsá í vestri að Lómagnúpi í austri. Aðildarsveitarfélögin eru fimm (frá vestri til austurs): Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.
- asahreppur@asahreppur.is
- 487-6501
- Laugaland, 851 Hella
- asahreppur.is
- Opið mánudaga og miðvikudaga frá 12:00 - 16:00
Ásahreppur er í Rangárvallasýslu. Hreppurinn varð til 11. júlí 1892 þegar Holtamannahreppi var skipt í tvennt, í Holtahrepp hið efra og Ásahrepp hið neðra. Ásahreppi sjálfum var skipt í tvennt 1. janúar 1936 og varð neðri hlutinn að Djúpárhreppi en sá efri hélt nafninu óbreyttu. Þjórsá rennur við hreppamörkin og sýslumörkin í vestri. Íbúar búa í dreifbýli.
- ry@ry.is
- 488-7000
- Suðurlandsvegur 1-3, 850 Hella
- ry.is
- Opið mánudaga til fimmtudaga frá 09:00 - 15:00 og föstudaga frá 09:00 - 13:00
Rangárþing ytra er í Rangárvallasýslu. Það varð til árið 2002 við sameiningu Djúpárhrepps, Holta- og Landssveitar og Rangárvallahrepps. Sveitarfélagið afmarkast að mestu af Þjórsá að vestan, vatnaskilum að norðan að Vatnajökli og Tungnaá. Að sunnan fylgja mörkin Mýrdalsjökli að Eystri-Rangá. Þéttbýliskjarnar í sveitarfélaginu eru Hella, Þykkvibær og Rauðalækur.
- hvolsvollur@hvolsvollur.is
- 488-4200
- Austurvegur 4, 860 Hvolsvöllur
- hvolsvollur.is
- Opið mánudaga - fimmtudaga frá 09:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00 og föstudaga frá 09:00 - 13:00
Rangárþing eystra er í Rangárvallasýslu. Það varð til 9. júní 2002 við sameiningu sex hreppa: Hvolhrepps, Fljótshlíðarhrepps, Austur-Landeyjahrepps, Vestur-Landeyjahrepps, Austur-Eyjafjallahrepps og Vestur-Eyjafjallahrepps. Sveitarfélagið nær frá Eystri-Rangá í vestri til Jökulsár á Sólheimasandi í austri. Þéttbýliskjarni þess er Hvolsvöllur.
- myrdalshreppur@vik.is
- 487-1210
- Austurvegur 17, 870 Vík
- vik.is
- Opið alla virka daga frá 10:00 -12:00 og 13:00 -15:00.
Mýrdalshreppur varð til í ársbyrjun 1984 við sameiningu Dyrhólahrepp og Hvammshrepp. Hreppurinn afmarkast af Jökulsá á Sólheimasandi að vestan og Blautukvísl á Mýrdalssandi að austan. Þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Vík.
- klaustur@klaustur.is
- 487-4840
- Klausturvegur 10, 880 Kirkjubæjarklaustur
- klaustur.is
- Opið mánudaga til fimmtudaga frá 09:00 - 14:00 og föstudaga frá 09:00 - 13:00
Skaftárhreppur varð til árið 1990 við sameiningu fimm hreppa: Hörgslands-, Kirkjubæjar-, Leiðvalla-, Skaftártungu- og Álftavershrepps. Hreppurinn er austurhluti Vestur-Skaftafellssýslu og afmarkast af Blautukvísl á Mýrdalssandi í vestri og Sandgígjukvísl á Skeiðarársandi í austri. Þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Kirkjubæjarklaustur.