Barnavernd |
Fjárhagsaðstoð |
|
Velferð barna á svæði Rangárvalla- og Vesturskaftafellssýslu skiptir höfuðmáli. Mál eru unnin samkvæmt lögum um barnavernd nr. 80/2002. Markmið laganna er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Hlutverk barnaverndar er að beita þeim úrræðum sem barni er fyrir bestu og styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu. |
Áður en til fjárhagsaðstoðar kemur þarf einstaklingur að koma í viðtal hjá félagsráðgjafa þar sem farið er yfir fjármál og aðstæður viðkomandi. Miklir fjárhagserfiðleikar veita einir og sér ekki rétt til fjárhagsaðstoðar og því þarf að greina hvert mál vandlega í samvinnu við viðkomandi. |
|
Málefni aldraðra |
Málefni fatlaðra |
|
Meðal verkefna Félagsþjónustunnar eru ráðgjöf og leiðbeiningar til aldraðra og aðstandenda þeirra varaðandi ýmis persónuleg mál, réttindamál og þjónustuúrræði fyrir aldrað fólk. Einnig vinna ráðgjafar mat á félagslegri stöðu umsækjenda vegna umsókna um hjúkrunar- og dvalarrýmum. Félagsmálastjóri á sæti í þjónustuhópi aldraðra í Rangárvallasýslu |
Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu ber ábyrgð á og sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og sinnir eftirliti með þjónustunni. Þjónusta við fatlað fólk er unnin á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 og miðar að því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti, gera því kleift að lifa eðlilegu lífi og skapa skilyrði til að taka virkan þátt í lífinu. |