Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, auglýsir stöðu Félagsmálastjóra lausa til umsóknar

  • Post category:Óflokkað
  • Reading time:3 mins read

Félagsmálastjóri hefur umsjón með framkvæmd stefnumörkunar sem heyra undir hans málaflokk. Eftirtaldir málaflokkar heyra undir Félagsmálastjóra; félagsleg ráðgjöf, félagsleg heimaþjónusta, Þjónustu við fatlað fólk, þjónustu við aldraðra, fjárhagsaðstoð, málefni barna og ungmenna, húsnæðismál auk tilfallandi verkefna sem falla undir hans fagsviðs. Eftirlit með gerð samninga, laga og reglugerða um félagsþjónustu. Hann situr í byggðasamlagi Bergrisa um málefni fatlaðs fólks. Hefur umsjón með barnaverndarmálum samkvæmt barnaverndarlögum 80/2002. Einnig sinnir félagsmálastjóri teymisvinnu og starfar með mismunand fagstéttum innan sem utan þjónustusvæðis. Félagsmálastjóri ber ábyrgð á rekstri Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf á sviði félagsráðgjafar og meistarapróf til starfsréttinda í félagsráðgjöf
  • Reynsla af stjórnun úr sambærilegu umhverfi æskileg
  • Reynsla og þekking af starfsemi félagsþjónustu sveitarfélaga
  • Þekking á svæði félagsþjónustunnar er mikill kostur
  • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu og skipulagshæfileika
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

 

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu er byggðasamlag 5 sveitarfélaga og annast félagsþjónustu fyrir Ásahrepp, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp en þar búa samtals um 5.300 íbúar. Skrifstofa félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Hjá félagsþjónustunni starfar öflug liðsheild sérfræðinga. Starfsmenn stofnunarinnar eiga í nánu og góðu samstarfi við Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu með heildarhagsmuni þjónustuþega að leiðarljósi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.

Leitað er að einstakling sem hefur brennandi áhuga á að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun í félagsþjónustu á svæðinu. Starfið krefst ferðalaga og því þarf félagsmálastjóri að hafa bílpróf.

Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lilja Einarsdóttir formaður stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu bs. á netfangið lilja@hvolsvollur.is Umsóknum skal skila á sama netfang og með umsókn skal fylgja ferilskrá.