Auglýsing: Náms- og Starfsráðgjafi hjá Félags- og Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

  • Post category:Tilkynningar
  • Reading time:2 mins read

Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu auglýsir eftir Náms- og starfsráðgjafa í fullt starf. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir góðri þekkingu á skólamálum. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað og sem leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn og stjórnendur skólana. Í sveitarfélögunum eru fimm grunnskólar. Íbúar eru tæplega sex þúsund. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.

Starfssvið náms- og starfsráðgjafa er m.a.

  • Náms- og starfsfræðsla í elstu bekkjum grunnskóla.
  • Fræðsla í bekkjum um námstækni, skipulag og markmiðssetningu.
  • Fyrirlögn og úrvinnsla áhugasviðskannana.
  • Stuðningur og ráðgjöf um líðan og námsframvindu einstakra nemenda.
  • Ráðgjöf um markmið, námstækni og námsval til einstakra nemenda.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Réttindi til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi á Íslandi.
  • Samskipta- og skipulagshæfni.
  • Stundvísi, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
  • Kennslureynsla í grunnskóla æskileg.
  • Góð færni í íslensku máli, jafnt ræðu sem riti.

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2023. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda til starfsins, ásamt prófskírteinum. Áhugasamir umsækjendur, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Svava Davíðsdóttir, framkvæmdarstjóri félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu í síma 487-8125 eða í tölvupósti svava@felagsmal.is þar sem jafnframt er tekið á móti umsóknum.

Skildu eftir svar