Húsnæðismál

Félagslegt leiguhúsnæði

Félagslegt leiguhúsnæði er tímabundið úrræði fyrir fólk í húsnæðiserfiðleikum, sökum fjárhags- og félagslegra erfiðleika. Þær eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem þurfa sérstaka aðstoð til að leysa bráðan vanda meðan unnið er að varanlegri lausn á húsnæðisvanda þeirra. 

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til viðbótar við húsnæðisbætur. Hann er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, félagslegra aðstæðna og þungrar framfærslubyrðar.

Heimilt er að samþykkja umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning þrátt fyrir að umsækjandi hafi ekki fengið samþykkta umsókn um húsnæðisbætur þegar fyrir liggur að umsækjandi er í húsnæðisleit. Greiðslur hefjast þó ekki fyrr en umsækjandi uppfyllir öll skilyrðin.

Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: fyrir félagslegt leiguhúsnæði

 

Með umsókninni skal fylgja:

 

Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: fyrir sérstakan húsnæðisflutning

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Foreldrar 15-17 ára barna sem stunda nám fjarri lögheimili og leigja herbergi á heimavist, námsgörðum hér á landi eða leiguherbergi í íbúðarhúsnæði eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Slíkur stuðningur er óháður tekjum foreldra og getur numið allt að 60% af leigufjárhæð, þó aldrei hærra en 25.000. Húsaleigusamningur og staðfesting á skólavist skal fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til 20. þess mánaðar sem fyrst er greitt fyrir. 

Umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakan húsnæðisstuðning sendist á:

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
Suðurlandsvegi 1-3, 850 Hellu

Eða rafrænt á helgath@felagsmal.is

Hver sá sem óskar eftir stuðningi, ráðgjöf eða upplýsingum er bent á að hafa samband við ráðgjafa á skrifstofu félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

Ráðgjafi fjárhagsaðstoðar, félagslegs húsnæðis og sérstaks húsnæðisstuðnings er Helga Þóra Steinsdóttir.

Umsóknareyðublað fyrir félagslegt leiguhúsnæði nálgast með því að smella HÉR

 

Umsóknareyðublað fyrir sérstakan húsnæðisstuðning má nálgast með því að smella HÉR

Reglur um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði í aðildarsveitarfélögum Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu má nálgast með því að smella HÉR

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning má nálgast með því að smella HÉR

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning 15-17 ára má nálgast HÉR