Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu ber ábyrgð á og sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og sinnir eftirliti með þjónustunni.
Veitt er margvísleg þjónusta. Má þar nefna stuðningur og ráðgjöf við fatlað fólk og foreldra fatlaðra barna, félagsleg liðveisla, stuðningsfjölskylda fyrir fötluð börn, sértæk ráðgjöf, skammtímavistun, hæfing, vernduð vinna, búsetuúrræði og ferðaþjónusta.