Forsíða

Barnavernd
Velferð barna á svæði Rangárvalla- og Vesturskaftafellssýslu skiptir höfuðmáli. Mál eru unnin samkvæmt lögum um barnavernd nr. 80/2002.
Markmið laganna er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Hlutverk barnaverndar er að beita þeim úrræðum sem barni er fyrir bestu og styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu.

Fjárhagsaðstoð
Áður en til fjárhagsaðstoðar kemur þarf einstaklingur að koma í viðtal hjá félagsráðgjafa þar sem farið er yfir fjármál og aðstæður viðkomandi.
Miklir fjárhagserfiðleikar veita einir og sér ekki rétt til fjárhagsaðstoðar og því þarf að greina hvert mál vandlega í samvinnu við viðkomandi.

Málefni aldraðra
Meðal verkefna Félagsþjónustunnar eru ráðgjöf og leiðbeiningar til aldraðra og aðstandenda þeirra varaðandi ýmis persónuleg mál, réttindamál og þjónustuúrræði fyrir aldrað fólk.
Einnig vinna ráðgjafar mat á félagslegri stöðu umsækjenda vegna umsókna um hjúkrunar- og dvalarrýmum. Félagsmálastjóri á sæti í þjónustuhópi aldraðra í Rangárvallasýslu

Málefni fatlaðs fólks
Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu ber ábyrgð á og sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og sinnir eftirliti með þjónustunni.
Veitt er margvísleg þjónusta. Má þar nefna stuðningur og ráðgjöf við fatlað fólk og foreldra fatlaðra barna, félagsleg liðveisla, stuðningsfjölskylda fyrir fötluð börn, sértæk ráðgjöf, skammtímavistun, hæfing, vernduð vinna, búsetuúrræði og ferðaþjónusta.
Færslur

Auglýsing neyðarheimili
25. janúar, 2022
Barnavernd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu í samstarfi við Barnavernd Árborgar auglýsa eftir umsóknum frá fjölskyldum og/eða einstaklingum sem eru tilbúin til að veita börnum móttöku á einka...Read More

VISS, vinnu og hæfingarstöð óskar eftir að ráða deildarstjóra á Hvolsvelli
7. janúar, 2022
VISS vinnu og hæfingarstöð óskar eftir að ráða deildastjóra sem allra fyrst í 55% stöðu sem getur aukist með vorinu. VISS er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu sem vinnur eftir hugmyndafræð...Read More

Um staðfestingu samþykktar fyrir Félags- og skólaþjónustu Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu bs.
23. apríl, 2021
http://vefur.felagsmal.is/wordpress/wp-content/uploads/2021/04/Samþykktir-auglýstar-í-B-deild_.pdfRead More