Afleysing óskast í félagslega heimaþjónustu

Afleysing óskast í félagslega heimaþjónustu hjá félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Óskað er eftir að ráða einstakling í tímavinnu frá júní fram september með möguleika á frekari vinnu í framhaldi. Vinnutími er eftir samkomulagi.

Lýsing á starfinu: Félagsleg heimaþjónusta veitir aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf og/eða félagslegan stuðning. Markmið hennar er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Heimaþjónusta er veitt þeim sem geta ekki hjálparlaust séð um heimilishald vegna skertrar getu eins og vegna veikinda, álags, öldrunar eða fötlunar.

Hæfniskröfur: Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika.

Óskað er eftir því að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga. Starfið hæfir jafnt körlum sem konum.

Nánari upplýsingar gefur deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu Agnes Þorsteinsdóttir í síma 487-8125 eða á agnes@felagsmal.is eða Helga Lind Pálsdótti, starfandi félagsmálastjóri á helgalind@felagsmal.is

Um Félagsþjónustuna

Lesa meira

Málefni fatlaðs fólks

Lesa meira

Málefni aldraðra

Lesa meira

Fjárhagsaðstoð

Lesa meira

Barnavernd

Lesa meira

Forsíða

Barnavernd

Barnavernd

Velferð barna á svæði Rangárvalla- og Vesturskaftafellssýslu skiptir höfuðmáli. Mál eru unnin samkvæmt lögum um barnavernd nr. 80/2002.

Markmið laganna er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Hlutverk barnaverndar er að beita þeim úrræðum sem barni er fyrir bestu og styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu.

Lesa meira…

Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð

Áður en til fjárhagsaðstoðar kemur þarf einstaklingur að koma í viðtal hjá félagsráðgjafa þar sem farið er yfir fjármál og aðstæður viðkomandi.

Miklir fjárhagserfiðleikar veita einir og sér ekki rétt til fjárhagsaðstoðar og því þarf að greina hvert mál vandlega í samvinnu við viðkomandi.

Lesa meira…

Málefni aldraðra

Málefni aldraðra

Meðal verkefna Félagsþjónustunnar eru ráðgjöf og leiðbeiningar til aldraðra og aðstandenda þeirra varaðandi ýmis persónuleg mál, réttindamál og þjónustuúrræði fyrir aldrað fólk.

Einnig vinna ráðgjafar mat á félagslegri stöðu umsækjenda vegna umsókna um hjúkrunar- og dvalarrýmum. Félagsmálastjóri á sæti í þjónustuhópi aldraðra í Rangárvallasýslu

Lesa meira…

Málefni fatlaðs fólks

Málefni fatlaðs fólks

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu ber ábyrgð á og sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og sinnir eftirliti með þjónustunni.

Veitt er margvísleg þjónusta. Má þar nefna stuðningur og ráðgjöf við fatlað fólk og foreldra fatlaðra barna, félagsleg liðveisla, stuðningsfjölskylda fyrir fötluð börn, sértæk ráðgjöf, skammtímavistun, hæfing, vernduð vinna, búsetuúrræði og ferðaþjónusta.

Lesa meira…

Map

Agnes Þorsteinsdóttir

Félagsráðgjafi MA (deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu)

agnes(hja)felagsmal.is

Helga Lind Pálsdóttir

félagsráðgjafi MA og starfandi félagsmálastjóri

helgalind@felagsmal.is

Klara Valgerður Brynjólfsdóttir

Klara Valgerður Brynjólfsdóttir

Félagsráðgjafi MA (sérstakar húsnæðisbætur, félagslegt leiguhúsnæði, forvarnir og barnavernd)

klara(hja)felagsmal.is

Katrín Þorsteinsdóttir

Katrín Þorsteinsdóttir

Félagsráðgjafi og félagsmálastjóri (í leyfi)

katrin(hja)felagsmal.is

Jóhanna Lind Ásgeirsdóttir

Jóhanna Lind Ásgeirsdóttir

Deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu (í leyfi)

johanna(hja)felagsmal.is

Dögg Þrastardóttir

Dögg Þrastardóttir

Félagsráðgjafi MA (málaflokkur fatlaðs fólks og barnavernd)

dogg(hja)felagsmal.is

 

Annette Mønster

Annette Mønster

Ráðgjafi (barnavernd og félagsþjónusta)

annette(hja)felagsmal.is