Viltu gerast fósturforeldri?

  • Post category:Myndasafn / Óflokkað
  • Reading time:2 mins read

Er þörf fyrir fósturforeldra?
Aðstæður og þarfir þeirra barna sem eru í þörf fyrir fósturforeldra eru afar mismunandi. Af því leiðir að á hverjum tíma þurfa að vera mun fleiri til að sinna því hlutverki  en fjöldi barna segir til um. Á ári hverju kunna 70-80 börn að vera í þörf fyrir tímabundið fóstur en mun færri, um 10-15 fyrir varanlegt fóstur.

Að gerast fósturforeldri
Allir sem óska eftir því að gerast fósturforeldrar þurfa að sækja formlega um það til Barnaverndarstofu og skila inn tilskyldum gögnum. Barnaverndarstofa óskar að því búnu eftir umsögn barnaverndarnefndar í heimilisumdæmi umsækjenda um hæfni og getu þeirra til að gerast fósturforeldrar. Sú umsögn er gerð eftir fyrirfram ákveðnu verkferli og byggir á öllum umsóknargögnum, sjálfstæðri könnun og mati barnaverndarnefndar. Starfsmenn Barnaverndarstofu fara síðan á heimili umsækjenda til að staðreyna þær upplýsingar og gögn sem fyrir liggja og taka  viðtal við umsækjendur.
Á grundvelli allra fyrirliggjandi gagna og upplýsinga leggur svo Barnaverndarstofa sjálfstætt mat á það hvort umsækjendur uppfylli skilyrði til að gerast fósturforeldrar.

 

Nánari upplýsingar á bvs.is