Vinna með börnum og ungmennum

  • Post category:Óflokkað
  • Reading time:1 mins read

Vantar ÞIG aukavinnu? Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýlu vantar einstaklinga til að gerast persónulegir ráðgjafar og félagslegir liðveitendur fyrir börn og ungmenni á Hellu og Hvolsvelli. Um er að ræða persónulegan félagslegan stuðning – svo sem við að fara í sund, bíó, spjalla saman, fara í göngutúr eða bíltúr, sækja íþróttaviðburði – allt eftir áhugasviði hvers og eins.

Um er að ræða 14-16 tíma á mánuði (jafnvel meira) og er vinnutími sveigjanlegur. Tilvalið með námi eða sem aukavinna. Nauðsynlegt er að hafa aðgang að bíl. Starfið hentar bæði körlum og konum 18 ára eða eldri. Nánari upplýsingar veitir Dögg Þrastardóttir félagsráðgjafi í síma 487-8125 eða á netfangið dogg@felagsmal.is.