Um félagsþjónustuna

  • Post category:Myndasafn
  • Reading time:5 mins read

Að byggðarsamlagi Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu bs. standa fimm aðildarsveitarfélög en þau eru:

Ásahreppur

Rangárþing Ytra

Rangárþing Eystra

Mýrdalshreppur

Skaftárhreppur

Stjórn Félags – og skólaþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu er skipuð fimm aðalmönnum tilnefndum af aðildarfélögunum. Þeir eru: Lilja Einarsdóttir formaður (Rangárþing eystra), Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir stjórnarmaður (Skaftárhreppur), Þorgerður Hlín Gísladóttir ritari (Mýrdalshreppur), Brynja Jónasdóttir stjórnarmaður (Ásahreppur) og Sólrún Helga Guðmundsdóttir stjórnarmaður (Rangárþing ytra) í fæðingarorlofi. Haraldur Eiríksson er í stjórninni fyrir Sólrúnu meðan hún er í fæðingarorlofi.

Starfsemi félagsþjónustudeildar byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, en þau taka til félagslegrar ráðgjafar, fjárhagsaðstoðar, félagslegrar heimaþjónustu, málefna barna og ungmenna, þjónustu við unglinga, aldraða og fatlaða, til húsnæðismála, forvarna og ráðgjafar við áfengis- og vímuefnamála.

Markmið félagsþjónustu er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Skal það gert með því bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti og tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna. Þá skal veita íbúum aðstoð þannig að þeir geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi. Eins skal grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. Skal þetta gert með því að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunarrétt hans og styrkja til sjálfshjálpar. Þjónusta félagsþjónustunnar er hugsuð sem öryggisnet fyrir þegna landsins.

Höfuðstöðvar félagsþjónustudeildar eru á Hellu. Starfsmenn hafa þó einnig aðstöðu á Heilsugæslunni í Vík og á Kirkjubæjarklaustri svo unnt sé að veita þjónustu sem næst heimabyggð. Eins fara starfsmenn eftir atvikum á heimili fólks til að veita þjónustu. Svæði félagsþjónustudeildar er víðfemt og því óhjákvæmilegt að all nokkuð af tíma starfsfólks fari í ferðalög. Algengast er að starfsmenn ferðist á milli þéttbýliskjarna á svæðinu en einnig eru ferðir um sveitirnar nokkuð algengar. Verkefni félagsþjónustunnar gera oft kröfu um að starfsmenn fari út fyrir þjónustusvæðið í vitjanir, á fundi eða til samstarfs af einhverju tagi. Hér má finna upplýsingar um opnunartíma, heimilisfang, starfsfólk og netföng þeirra.

Frá 1. október 2014 starfar hjá félagsþjónustudeild félagsmálastjóri/félagsráðgjafi í 100% starfi, ráðgjafi í 100% starfi, félagsráðgjafi MA í málefnum fatlaðs fólks í 60% starfi og í félagsþjónustu/barnavernd í 40% starfi, félagsráðgjafi í félagsþjónustu/barnavernd í 50% starfi, deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu í 70% starfi og sálfræðingur í 20% starfi. Á svæðinu starfar ein félagsmálanefnd sem fundar einu sinni í mánuði nema yfir sumartímann.

Ýmis skjöl

Skýrsla um starfsemi Félagsþjónustunnar 2015

Ársskýrsla þjónusturáðs 2015

Ársreikningur 2014

Ársreikningur 2015

Samþykktir

Stofnsamningur

Reglur um starf starfsmanna félagsmálanefndar Rangárvalla – og Vestur Skaftafellssýslu í málefnum sem snúa að félagsþjónustulögum nr. 40/1991 og barnaverndarlögum nr. 80/2002

Fundargerðir félagsmálanefndar

Félagsmálanefndarfundur 31/8/2015

Félagsmálanefndarfundur 28/09/2015

Félagsmálanefndarfundur 26/10/2015

Félagsmálanefndarfundur 11/01/2016

Félagsmálanefndarfundur 22/02/2016

Félagsmálanefndarfundur 21/03/2016

Félagsmálanefndarfundur 25/04/2016

Félagsmálanefndarfundur 23/05/2016

Félagsmálanefndarfundur 13/06/2016