Félagsþjónustan í Árborg, Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings og Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu vekja athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 550/1994 um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra.
Skv. reglugerðinni er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga s.s. náms- og styrktarsjóðir stéttarfélaga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðum að skapa sér atvinnu.
Umsóknir skulu berast á þar til gerðu eyðublaði ásamt greinargerð og ljósriti af örorkuskírteini, til félagsþjónustu í hverju umdæmi, en þar er hægt að fá umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar. Umsóknareyðublöð er einnig að finna á heimasíðu félagsþjónustunnar.
Umsóknarfrestur er til 18.september 2015.
Félagsþjónustan í Árborg. www.arborg.is
Austurvegi 2, 800 Selfossi, sími 480 1900.
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. www.arnesthing.is
Hveragerði, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði, sími: 483 4000
Uppsveitir og Flói, Laugarási, 801 Selfossi, sími: 480 5300
Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi , 815 Þorlákshöfn, sími: 480 3800
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla og Vestur – Skaftafellssýslu. www.felagsmal.is
Suðurlandsvegi 1-3, 850 Hellu sími: 487 8125.