Við viljum vekja athygli ykkar á áhugaverðum fyrirlestri fyrir stjúpfjölskyldur sem verður í Norðursal í Ráðhúsi Árborgar 1. september frá 17:00-19:00.
Stjúpfjölskyldur þ.e. fjölskyldur þar sem annar eða báðir aðilar sem hana stofna eiga barn eða börn úr fyrra sambandi eða samböndum eru algengar hér á landi. Þrátt fyrir margbreytileiki þeirra benda rannsóknir til að þær eigi ýmislegt sameignlegt. Algengt er að hlutverk stjúpforeldra vefjist fyrir fólki en í nýrri könnun á vegum Félags stjúpfjölskyldna kom t.d. í ljós að 45,7% fólks var mjög/sammála fullyrðingunni „Ég er ekki viss um hvert er hlutverk stjúpforeldris í stjúpfjölskyldunni“ en tæp 30% voru mjög/ósammála henni.
Hvernig samskiptum við fyrrverandi maka eða barnsföður eða -móður er háttað skiptir miklu máli fyrir aðlögun og líðan bæði barna og fullorÚtskráðinna í stjúpfjölskyldunni. Algengt er að fólk átti sig ekki á þeim verkefnum sem fylgja stjúpfjölskyldunni en í sömu könnun kom fram að 75,6% fólks var mjög/sammála fullyrðingunni „Það er flóknara að vera í stjúpfjölskyldu en ég átti von á“ enda kom í ljós í eldri könnun hér á landi að 94% svarenda töldu þörf á fræðslu og sértækri ráðgjöf fyrir stjúpfjölskyldur.
Stjúpfjölskyldur, rétt eins og aðrar fjölskyldur, hafa alla burði til að vera góðar og gefandi fjölskyldu. Með því að vita hvað er eðlilegt fyrir stjúpfjölskyldur í aðlögunarferlinu hjálpar það þeim að takast á við algengar uppákomur með uppbyggilegum viðbrögðum.
„Sterkari stjúpfjölskyldur“ ókeypis fyrirlestur og umræður verður 1. September kl. 17 til 19.00 í Norðursalnum í Ráðhúsi Árborgar í boði Félags stjúpfjölskyldna og Félagsþjónustu Árborgar.
Skráning er á netfangið stjuptengsl@stjuptengsl.is Allar frekari upplýsingar er að finna á www.stjuptengsl.is.
Fyrirlesari er Valgerður Halldórsdóttur félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna.