Félags og skólaþjónusta Rangár- og vestur Skaftafellssýslu leitar eftir starfsmönnum til að sinna félagslegri stoð- og stuðningsþjónustu (félagslegri liðveislu) við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir á Hellu og Hvolsvelli.
Starfið felur í sér að veita félagslegan stuðning sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun þjónustuþega og hefur það markmið að styðja við og hvetja til þátttöku þeirra í félags- og tómstundastarfi o.fl.
Félagsleg stoð- og stuðningsþjónusta tekur mið af einstaklingsbundnum þörfum og miðar að valdeflingu og hvatningu til virkrar þátttöku í samfélaginu. Leitast er við að koma til móts við einstaklingsbundnar óskir og þarfir þjónustuþega.
Starfsmönnum í Félagslegri stoð- og stuðningsþjónustu ber að hafa í heiðri trúnað í samskiptum við þjónustuþega og gæta þagmælsku um þau atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að koma á móts við óskir þjónustuþega, sem geta verið bæði börn og fullorðnir einstaklingar, að félagslegri afþreyingu.
- Að fylgja þjónustuþega og veita honum stuðning í félagslegri afþreyingu. Félagsleg afþreying getur verið af ýmsum toga, m.a. verið göngutúrar, bíóferðir, sundferðir, kaffihúsaferðir, verslunarferðir, auk spjalls og félagsskapar.
- Að hitta þjónustuþega reglulega samkvæmt samningi og samþykktum klukkustundafjölda á mánuði.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Engra sérstakra menntunarkrafna er krafist.
- Mikilvægt að vera lipur í mannlegum samskipum.
- Samviskusemi, frumkvæði og áreiðanleiki.
- Stundvísi og heiðarleiki
- Mælst er að starfsmaður geti talað íslensku.
- Að sýna þjónustuþega sínum og aðstandendum hans virðingu og skilning í samskiptum.
- Að vera með hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Félags- og skólaþjónustu Rangár- og vestur Skaftafellssýslu.
- Gott að hafa þekkingu eða reynslu í vinnu með fólki með fatlanir.
Starfmenn í félagslegri stoð- og stuðningsþjónustu fá tímavinnukaup og gilda launakjör samkvæmt kjarasamningum FOSS, Félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi.
Umsóknum skal skilað á netfangið petrina@felagsmal.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Petrína Sigurðardóttir ráðgjafi í síma 487-8125