Laus staða teymisstjóra í barnavernd og farsældarþjónustu

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf teymisstjóra  í barnavernd og farsældarþjónustu. Um er að ræða 100 % starfshlutfall. Næsti yfirmaður er framkvæmdarstjóri félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. Félagsþjónusta Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu er byggðasamlag sem annast félagsþjónustu fyrir 5 sveitarfélög Ásahrepp, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Skrifstofur félagsþjónustunnar eru staðsettar á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b. 6000 manns. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Starfsréttindi félagsráðgjafa • Starfsreynsla og þekking á sviðinu æskileg • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki • Reynsla af stjórnun er kostur • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð yfirsýn, vandvirkni og góð vinnubrögð • Góð tölvukunnátta • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stjórnunar og forystuhlutverk í barnavernd
  • Teymisstjóri ber faglega ábyrgð á starfi og skipulagninu barnaverndarteymis.Teymisstjóri situr einnig í farsældarteymi RVS.
  • Vinnsla barnaverndarmála, samskipti og samvinna við börn og foreldra
  • Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu barnaverndarmála
  • Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu farsældarmála
  • Þátttaka og utanumhald um farsældarteymi í samstarfi við aðra ráðgjafa
  • Virk þátttaka í mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðunar á reglum í málaflokknum
  • Stýra vikulegum fundum barnaverndar og undirbúningur mála
  • Skýrslugerð, skráningar og greinagerðir
  • Áætlanagerð barnaverndar
  • Forvarnastarf
  • kynning á barnavernd í skólum og öðrum stofnunum

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2025. Umsóknum skal skilað til Svövu Davíðsdóttur, framkvæmdarstjóra félags- og skólaþjónustu RVS í tölvupósti á svava@felagsmal.is með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Bæði karlar og konur eru hvattar til að sækja um starfið. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar veitir Svava Davíðsdóttir félagsmálastjóri í síma 487-8125 eða á netfangið svava@felagsmal.is

Starf leikskólaráðgjafa laust til umsóknar

Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, auglýsir eftir leikskólaráðgjafa í hópinn.

Eftirtalin sveitarfélög reka Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu: Ásahreppur, Rangárþing Ytra, Rangárþing Eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Íbúar á svæðinu eru u.þ.b. 6000 og þjónustar stofnunin fimm leikskóla og fimm grunnskóla. Næsti yfirmaður leikskólaráðgjafa er teymisstjóri skólaþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara. Framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og menntunarfræða og/eða stjórnunar eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Krafist er góðrar hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæðis, sveigjanleika, ásamt skapandi og lausnamiðara vinnubragða. Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði, einnig er æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á gagnasöfnun og úrvinnslu þroska- og hegðunarmælitækja. Þekking á stjórnun leikskóla kæmi að notum.

Starfssvið leikskólaráðgjafa: 

  • Er leikskólastjórum og öðrum starfsmönnum leikskóla til ráðgjafar um fagleg málefni, skipulag leikskóla, ásamt uppeldis- og menntastarfi í leikskólum.
  • Fylgist með uppeldis- og menntastarfi, aðbúnaði í leikskólum og leiðbeinir í samráði við yfirmann.
  • Veitir ráðgjöf vegna foreldrasamstarfs í leikskólum.
  • Er ráðgefandi varðandi starfsmannamál og aðstoðar við lausn á málum ef á þarf að halda.
  • Er ráðgefandi í sérverkefnum, þróunarverkefnum og nýbreytnistarfi, miðlar þekkingu og nýjungum á sviði leikskólafræða.
  • Veitir fræðslu og stuðlar að samstarfi og upplýsingamiðlun til leikskóla og á milli leikskóla.
  • Hefur umsjón með fagbókasafni, hugmyndabanka og öflun gagna varðandi ýmis leikskólamál.
  • Hefur samstarf við þá aðila er þurfa þykir varðandi leikskólana.
  • Vinnur önnur verkefni er varða leikskólamál sem yfirmaður felur honum.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2025. Nánari upplýsingar veitir Halldóra Guðlaug teymisstjóri skólaþjónustu í netfanginu halldora@skolamal.is eða í síma 487-8125.

Umsóknir ásamt náms- og starfsferilsskrá berist til Svövu Davíðsdóttur framkvæmdarstjóra Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu á netfangið svava@felagsmal.is.

Starfsfólk óskast í Vík

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsfólki til að sinna stoðþjónustu í Vík.Starfið felst í að efla ungan dreng við daglegar athafnir og félagslegan stuðning, frá klukkan 13-16 alla virka daga.Einnig vantar starfsmann í félagslega liðveislu um helgar.Leitað er að einstaklingum sem búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, eru ábyrgir…

Verktaki óskast - innleiðing farsældar

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir verktaka til að sinna hlutverki verkefnastjóra til að stýra innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni. Leitað er að áhugasömum og sjálfstæðum starfsmanni með reynslu af verkefnastjórnun sem…

VISS, vinnu og hæfingarstöð á Hvolsvelli leitar eftir leiðbeinanda  

  VISS, vinnu og hæfingarstöð óskar eftir að ráða leiðbeinenda í 55% stöðu sem fyrst. VISS er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu. Hjá VISS er unnið eftir hugmyndafræðinni „Þjónandi leiðsögn“ og „Sjálfstætt líf“.  Leiðbeinendur vinna samkvæmt lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lögum um félagsþjónustu…

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings sem sveitarfélögum er skylt að greiða samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 76/2016. Sérstakur húsnæðisstuðningur kemur þá í stað sérstakra húsaleigubóta. Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir samþykki umsóknar og fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings má sjá í reglum…

Óskað er eftir neyðarheimilum

        Barnaverndarþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu í samstarfi við barnaverndarþjónustu Árborgar auglýsa eftir umsóknum frá fjölskyldum og/eða einstaklingum sem eru tilbúin til að veita börnum móttöku á einkaheimilum. Í 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 kemur fram að barnaverndarþjónustur skulu hafa tiltæk úrræði til að veita börnum mótttöku…

Breyting á opnunartíma skrifstofu Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu

Frá og með 1.nóvember 2024 verður breyting á opnunartímum skrifstofu Félags- og skólaþjónustu. Opnunartíminn á föstudögum verður frá kl. 9-12 í stað 9-13 eins og verið hefur. Opnunartími aðra virka daga helst óbreyttur og er frá kl. 9-15. Fyrir brýn erindi sem varða barnaverndarþjónustu utan opnunartíma skrifstofu er bent á…

Upplýsingar um sérstakan húsnæðisstuðning

Sérstakur húsnæðisstuðningur Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings sem sveitarfélögum er skylt að greiða samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 76/2016. Sérstakur húsnæðisstuðningur kemur þá í stað sérstakra húsaleigubóta. Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir samþykki umsóknar og fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings má sjá í reglum…

Óskað eftir starfsfólki í félagslega heimaþjónustu

Starfsfólk í félagslegri heimaþjónustu Félags og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Einnig er auglýst eftir starfsmanni í Rangárþingi í fullt starf eða hlutastarf á dagvinnutíma, tímabundið eða eftir samkomulagi. Félagsleg heimaþjónusta hefur það markmið að aðstoða notendur sem geta ekki séð…