Starfsfólk óskast í Vík

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsfólki til að sinna stoðþjónustu í Vík.

Starfið felst í að efla ungan dreng við daglegar athafnir og félagslegan stuðning, frá klukkan 13-16 alla virka daga.

Einnig vantar starfsmann í félagslega liðveislu um helgar.

Leitað er að einstaklingum sem búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, eru ábyrgir og traustir, sýna frumkvæði í starfi, geta unnið sjálfstætt og hafa gaman af að vinna með fólki.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum FOSS.

Nánari upplýsingar og umsóknir berist til:

Þóra S. Jónsdóttir, ráðgjafi í MFF

Sími: 487-8125

Netfang: thora@felagsmal.is

Petrína Fr. Sigurðardóttir, ráðgjafi í MFF

Sími: 487-8125

Netfang: petrina@felagsmal.is

Verktaki óskast - innleiðing farsældar

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir verktaka til að sinna hlutverki verkefnastjóra til að stýra innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni. Leitað er að áhugasömum og sjálfstæðum starfsmanni með reynslu af verkefnastjórnun sem býr yfir metnaði og sýnir frumkvæði í starfi. Litið er á verkefnið sem tímabundið til eins árs í verktöku með möguleika á framhaldi. Á svæði Félags- og Skólaþjónustunnar eru fimm grunnskólar og fimm leikskólar. Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu annast félags- og skólaþjónustu sveitarfélaganna í Ásahreppi, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Skrifstofa félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b. 6000 manns.

Helstu verkefni:

  • Leiðir vinnu í samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna í samstarfi við teymisstjóra félags- og skólaþjónustu.
  • Vinnur að samþættingu á þjónustu fræðslu- og félagsþjónustu í samræmi við lög um farsæld barna.
  • Situr fundi er snúa að samræmingu samþættrar þjónustu á svæðinu og stýrir þeim fundum.
  • Eflir samvinnu, samþættingu og upplýsingaflæði á milli þjónustuveitenda í sveitarfélögunum með áherslu á snemmtæka íhlutun og vinnur að mótun á nýju verklagi.
  • Sér um kynningu og fræðslu á áherslum hugmyndafræði samþættingar fyrir alla sem að farsældinni koma.
  • Er í samstarfi og samvinnu við þjónustuveitendur sem vinna með börnum og koma að samþættingu þjónustunnar.
  • Vinnur árangursmat á verklagi og þjónustu.
  • Önnur verkefni sem snúa að samþættri farsældarþjónustu.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem verkefnastjórnun, uppeldismenntun, menntun á sviði velferðarmála eða sambærilegt
  • Haldbær reynsla af verkefnastjórnun
  • Reynsla af vinnu í opinberri stjórnsýslu
  • Þekking og reynsla af starfi í almennri velferðarþjónustu og/eða af skólastarfi í grunn- og leikskóla
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
  • Áhugi og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð tök á íslenskri tungu og hæfni í framsetningu texta

Umsóknir skilist á netfangið svava@felagsmal.is. Umsóknarfrestur er til 1. júni 2025. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.

Nánari upplýsingar veitir Svava Davíðsdóttir framkvæmdastjóri Félags- og Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu í síma 487-8125 eða á netfangið svava@felagsmal.is

VISS, vinnu og hæfingarstöð á Hvolsvelli leitar eftir leiðbeinanda  

  VISS, vinnu og hæfingarstöð óskar eftir að ráða leiðbeinenda í 55% stöðu sem fyrst. VISS er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu. Hjá VISS er unnið eftir hugmyndafræðinni „Þjónandi leiðsögn“ og „Sjálfstætt líf“.  Leiðbeinendur vinna samkvæmt lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lögum um félagsþjónustu…

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings sem sveitarfélögum er skylt að greiða samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 76/2016. Sérstakur húsnæðisstuðningur kemur þá í stað sérstakra húsaleigubóta. Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir samþykki umsóknar og fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings má sjá í reglum…

Óskað er eftir neyðarheimilum

        Barnaverndarþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu í samstarfi við barnaverndarþjónustu Árborgar auglýsa eftir umsóknum frá fjölskyldum og/eða einstaklingum sem eru tilbúin til að veita börnum móttöku á einkaheimilum. Í 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 kemur fram að barnaverndarþjónustur skulu hafa tiltæk úrræði til að veita börnum mótttöku…

Breyting á opnunartíma skrifstofu Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu

Frá og með 1.nóvember 2024 verður breyting á opnunartímum skrifstofu Félags- og skólaþjónustu. Opnunartíminn á föstudögum verður frá kl. 9-12 í stað 9-13 eins og verið hefur. Opnunartími aðra virka daga helst óbreyttur og er frá kl. 9-15. Fyrir brýn erindi sem varða barnaverndarþjónustu utan opnunartíma skrifstofu er bent á…

Upplýsingar um sérstakan húsnæðisstuðning

Sérstakur húsnæðisstuðningur Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings sem sveitarfélögum er skylt að greiða samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 76/2016. Sérstakur húsnæðisstuðningur kemur þá í stað sérstakra húsaleigubóta. Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir samþykki umsóknar og fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings má sjá í reglum…

Óskað eftir starfsfólki í félagslega heimaþjónustu

Starfsfólk í félagslegri heimaþjónustu Félags og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Einnig er auglýst eftir starfsmanni í Rangárþingi í fullt starf eða hlutastarf á dagvinnutíma, tímabundið eða eftir samkomulagi. Félagsleg heimaþjónusta hefur það markmið að aðstoða notendur sem geta ekki séð…

Félagsleg aðstoð og stuðningsþjónusta (liðveisla) við  fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir

Félags og skólaþjónusta Rangár- og vestur Skaftafellssýslu leitar eftir starfsmönnum til að sinna félagslegri stoð- og stuðningsþjónustu (félagslegri liðveislu) við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir á Hellu og Hvolsvelli. Starfið felur í sér að veita félagslegan stuðning sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun þjónustuþega og hefur það…

Atvinna við akstur í Rangárþingi Eystra

  Óskað er eftir starfsmanni sem sinnir akstri í hlutastarfi. Aksturinn felst í að koma matarsendingum til eldri borgara í Rangárþingi Eystra sem og að keyra eldri borgara til og frá dagdvöl á hjúkrunarheimilum í Rangárvallasýslu. Umsækjandi verður að hafa bíl til umráða. Nánari upplýsingar um starfið veitir Svava Davíðsdóttir…